Notendahandbók
390
n
Síur
• Síur sem eru ætlaðar fyrir tæknibrellur ljósmynda geta truflað
sjálfvirkan fókus eða rafræna fjarlægðarmælingu.
• Ekki er hægt að nota D800 með línulegum skautunarsíum.
Notaðu C-PL eða C-PLII hringskautunarsíu í staðinn.
• Notaðu NC-síur til að vernda linsuna.
• Komdu í veg fyrir draugamynstur með því að nota ekki síu
þegar myndefnið er rammað inn gegnt sterku ljósi eða þegar
sterkt ljós er inni í rammanum.
• Miðjusækin ljósmæling er æskileg með síum sem eru með
lýsingarstuðla (síustuðlar) yfir 1× (Y44, Y48, Y52, O56, R60, X0,
X1, C-PL, ND2S, ND4, ND4S, ND8, ND8S, ND400, A2, A12, B2,
B8, B12).
Sjá handbók um síur fyrir nánari upplýsingar.
Kortamillistykki
fyrir tölvu
EC-AD1 kortamillistykki fyrir tölvu: Hægt er að setja EC-AD1
kortamillistykki fyrir tölvu í gerð I CompactFlash minniskort í
PCMCIA kortaraufar.
Hugbúnaður
• Capture NX 2: Fullkominn myndbreytingarpakki sem býður upp
á þess konar aðgerðir eins og val á stjórnpunktum og
sjálfvirkum lagfæringarbursta.
• Camera Control Pro 2: Stjórnaðu myndavélinni úr tölvu og
vistaðu ljósmyndir beint á harða disk tölvunnar.
Athugið: Notaðu nýjustu útgáfurnar af Nikon hugbúnaði; sjáðu
vefsíðurnar sem sýndar eru á blaðsíðu xx fyrir nýjustu upplýsingar
um studd stýrikerfi. Í sjálfgefnum stillingum, Nikon
Message Center 2 mun athuga reglulega uppfærslur fyrir Nikon
hugbúnaði og fastbúnaði meðan þú er tengd(ur) inn á reikning í
tölvunni og hún tengd við internetið.
Skilaboð birtist sjálfkrafa
þegar uppfærsla er fundin.
Lok á húsi
BF-1B lok á húsi/BF-1A lok á húsi: Lokið á húsinu kemur í veg fyrir að
ryk setjist á spegilinn, skjá leitarans og lágtíðnihliðið þegar
engin linsa er á húsinu.
Hljóðnemar
Víðóma hljóðnemi ME-1 (0 65): Tengdu ME-1 við
hljóðnemainnstungu myndavélarinnar til að taka upp víðóma
hljóð meðan suð er minnkað vegna titrings linsunnar sem er
tekin upp með hreyfimyndum meðan á sjálfvirkum fókus
stendur.