Notendahandbók
393
n
Umhirða myndavélarinnar
Geymsla
Ef ekki á að nota myndavélina til lengri tíma skal fjarlægja rafhlöðuna
og geyma hana á köldum og þurrum stað með úttakshlífina á sínum
stað.
Geymdu myndavélina á þurrum og vel loftræstum stað til að
koma í veg fyrir myglumyndun.
Ekki geyma myndavélina með nafta-
eða kamfórumölkúlum eða á stöðum sem:
• eru illa loftræstir eða þar sem rakastig er yfir 60%
• eru nálægt búnaði sem gefur frá sér sterkt segulsvið, t.d.
sjónvörpum og útvörpum
• er útsett við hitastig fyrir ofan 50 °C eða fyrir neðan –10 °C
Hreinsun
Ekki nota alkóhól, þynni eða önnur rokgjörn efni.
Myndvélarhús
Notaðu blásara til að fjarlægja ryk og ló og strjúktu síðan af með
mjúkum og þurrum klút.
Þegar myndavélin hefur verið notuð á
strönd eða við sjávarsíðuna skaltu þurrka allan sand eða salt af
með eilítið rökum klút sem hefur verið bleyttur með tæru vatni
og þurrkaðu svo vandlega á eftir.
Áríðandi: Ryk og aðrir
aðskotahlutir innan í myndavélinni geta valdið skemmdum sem
ábyrgðin nær ekki yfir.
Linsa, spegill
og leitari
Þessir glerhlutir eru viðkvæmir.
Fjarlægðu ryk og ló með blásara.
Ef notaður er blásari á brúsa, haltu þá brúsanum lóðréttum til að
koma í veg fyrir að vökvi fylgi með.
Fingraför og aðrir blettir eru
þrifnir varlega af með litlu magni af linsuhreinsi og mjúkum klút.
Skjár
Fjarlægðu ryk og ló með blásara.
Fingraför og aðrir blettir eru
þrifnir af með léttum strokum með þurrum, mjúkum klút eða
vaskaskinni.
Ekki beita þrýstingi, því það getur valdið
skemmdum eða bilun.