Notendahandbók
397
n
❚❚ Handvirk hreinsun
Ef ekki er hægt að fjarlægja utanaðkomandi efni úr lágtíðnihliðinu með
því að nota valkostinn Clean image sensor (Hreinsa myndflögu)
(0 394) í uppsetningarvalmyndinni, er hægt að hreinsa síuna
handvirkt eins og lýst er hér að neðan.
Athugaðu samt sem áður að
sían er ákaflega fíngerð og viðkvæm.
Nikon mælir með því að sían sé
aðeins hreinsuð af viðurkenndum þjónustuaðila Nikon.
1 Settu rafhlöðuna í hleðslu eða straumbreyti í samband.
Áreiðanlegur aflgjafi er nauðsynlegur þegar lágtíðnihlið er skoðað
eða hreinsað.
Slökktu á myndavélinni og settu fullhlaðna EN-EL15
rafhlöðu í eða tengdu við auka EP-5B rafmagnstengi og EH-5b
straumbreyti.
2 Taktu linsuna af.
Slökktu á myndavélinni og taktu linsuna af.
D Hreinsun myndflögu
Ef stjórntæki myndavélarinnar eru notuð við ræsingu truflar það hreinsun
myndflögunnar. Ekki er hægt að framkvæma hreinsun myndflögu við
ræsingu ef flassið er í hleðslu.
Hreinsunin er framkvæmd með því að láta lágtíðnihliðið titra.
Ef ekki er hægt
að fjarlægja ryk að fullu með valkostunum í Clean image sensor (Hreinsa
myndflögu) valkostinum, skal hreinsa myndflöguna handvirkt (sjá hér að
neðan) eða ráðfæra sig við viðurkenndan þjónustufulltrúa Nikon.
Ef hreinsun á myndflögu er framkvæmd nokkrum sinnum í röð, getur
hreinsun á myndflögu verið gerð tímabundið óvirk til að vernda innri rafrásir
myndavélarinnar.
Hægt er að framkvæma hreinsun aftur eftir stutta bið.