Notendahandbók

400
n
D Notaðu áreiðanlegan orkugjafa
Lokaratjaldið er viðkvæmt og skaðast auðveldlega.
Ef það slokknar á
myndavélinni á meðan spegillinn er reistur lokast tjaldið sjálfkrafa.
Komdu í
veg fyrir að skaða tjaldið með því að athuga eftirfarandi varúðarráðstafanir:
Ekki slökkva á myndavélinni eða fjarlægja eða taka aflgjafa úr sambandi
meðan spegill er reistur.
Ef að rafhlaða er að klárast meðan spegill er reistur mun heyrast hljóðmerki
og sjálftakaraljós blikkar til að vara við því að lokaratjaldið mun lokast og
spegillinn fara niður eftir um tvær mínútur.
Hættu strax að hreinsa eða
skoða.
D Utanaðkomandi efni á lágtíðnihliðinu
Nikon gerir allar mögulegar varúðarráðstafanir í framleiðslu og flutningi til
að koma í veg fyrir að utanaðkomandi efni komist í lágtíðnihliðið.
En D800 er
samt sem áður hönnuð til notkunar á skiptanlegum linsum og
utanaðkomandi efni geta komist inn í myndavélina þegar linsur eru
fjarlægðar eða þeim skipt út.
Þegar utanaðkomandi efni komast inn í
myndavélina geta þau loðað við lágtíðnihliðið og komið fram á ljósmyndum
sem eru teknar við ákveðnar aðstæður.
Verndaðu myndavélina þegar engin
linsa er á henni með því að setja lokið á húsið sem fylgir myndavélinni og
gættu þess að fjarlægja allt ryk og annað utanaðkomandi efni sem getur
loðað við lokið á húsið.
Ef að utanaðkomandi efni finnur sér leið í lágtíðnihliðið, hreinsaðu þá síuna
eins og lýst var fyrir ofan eða láttu viðurkenndan Nikon-þjónustuaðila gera
það fyrir þig.
Hægt er að snyrta ljósmyndir sem hafa orðið fyrir áhrifum frá
utanaðkomandi efnum á síunni með Capture NX 2 (fáanlegt sér;
0
390) eða
myndhreinsivalkostum sem eru tiltækir í einhverjum öðrum
myndvinnsluforritum.
D Viðhald myndavélarinnar og aukabúnaðar
Myndavélin er nákvæmisbúnaður og þarfnast reglulegrar þjónustu.
Nikon
mælir með því að myndavélin sé skoðuð af söluaðila eða viðurkenndum
þjónustufulltrúa Nikon einu sinni á eins til tveggja ára fresti og að gert sé við
hana á þriggja til fimm ára fresti (athugaðu að gjald er tekið fyrir þessa
þjónustu).
Mælt er með tíðara eftirliti og viðhaldi ef myndavélin er notuð í
starfi.
Allur fylgibúnaður sem reglulega er notaður með myndavélinni, svo
sem linsur eða aukaflassbúnaður, þarf að fylgja með þegar myndavélin er
skoðuð eða þjónustuð.