Notendahandbók
401
n
Umhirða myndavélarinnar og
rafhlöðu: Aðgát
Missið ekki: Varan getur bilað ef hún verður fyrir miklu höggi eða titringi.
Halda skal tækinu þurru: Varan er ekki vatnsheld og getur bilað ef hún kemst í
snertingu við vatn eða hátt rakastig.
Ef innra gangverkið ryðgar getur það haft
óbætanlegan skaða.
Forðast skal skyndilegar breytingar á hitastigi: Skyndilegar breytingar á hitastigi, t.d.
það sem þegar gengið er inn í eða út úr heitri byggingu á köldum degi, getur
valdið rakamyndun inni í tækinu.
Koma skal í veg fyrir rakamyndun með því að
setja tækið í tösku eða plastpoka áður en farið er á milli staða þar sem
hitamunur er mikill.
Haldið fjarri sterku segulsviði: Ekki nota tækið né geyma það nálægt búnaði sem
gefur frá sér sterka rafsegulgeislun eða segulsvið.
Sterk rafstöðuhleðsla eða
segulsvið sem myndast í búnaði eins og útvarpssendum geta haft áhrif á skjá,
skemmt gögn á minniskortinu eða haft áhrif á rafrásir vörunnar.
Láttu linsuna ekki snúa í átt að sólu: Ekki skilja eftir linsuna til lengri tíma þannig að
hún snúi til sólar eða öðru sterku ljósi.
Sterkt ljós getur valdið skemmdum á
myndflögunni eða valdið hvítri slikju á ljósmyndum.