Notendahandbók

402
n
Hreinsun: Notaðu blásara til að fjarlægja ryk og ló og strjúktu síðan varlega af
með mjúkum og þurrum klút.
Þegar myndavélin hefur verið notuð á strönd
eða við sjávarsíðuna skaltu þurrka sand eða salt af með eilítið rökum klút sem
hefur verið bleyttur með tæru vatni og þurrkaðu svo vandlega á eftir.
Örsjaldan
getur stöðurafmagn valdið því að LCD-skjárinn lýsist upp eða myrkvist.
Þetta
þýðir ekki að skjárinn sé bilaður og hann mun lagast fljótt aftur.
Linsan og spegillinn skaðast auðveldlega.
Ryk og ló ætti að fjarlægja varlega
með blásara.
Ef notaður er blásari á brúsa, haltu þá brúsanum lóðréttum til að
koma í veg fyrir að vökvi fylgi með.
Fingraför og aðrir blettir eru þrifnir varlega
af linsunni með litlu magni af linsuhreinsi og mjúkum klút.
Sjá „Lágtíðnihliðið“ (0 394) fyrir nánari upplýsingar um hreinsun á
lágtíðnihliði.
Linsutengi: Haltu linsutengjunum hreinum.
Ekki snerta lokaratjaldið: Lokaratjaldið er ákaflega þunnt og skaðast auðveldlega.
Ekki ætti undir neinum kringumstæðum að beita þrýstingi á tjaldið, pota í það
með hreinsitækjum, né heldur að nota á það kraftmikinn blásara.
Slíkt getur
rispað, afmyndað eða rifið tjaldið.
Lokaratjaldið getur virst vera ójafnt að lit, en þetta hefur engin áhrif á myndir
og gefur ekki til kynna bilun.
Geymsla: Geymdu myndavélina á þurrum og vel loftræstum stað til að koma í
veg fyrir myglumyndun.
Taktu straumbreytinn úr sambandi til að forðast
eldsvoða ef þú ert að nota straumbreyti.
Ef ekki á að nota myndavélina til
lengri tíma skal fjarlægja rafhlöðuna til að koma í veg fyrir leka og geyma vélina
í plastpoka og með þurrkandi efnum.
Hinsvegar skal ekki geyma
myndavélartöskuna í plastpoka þar sem það getur valdið því að efni hennar
skemmist.
Athugið að þurrkandi efni hætta smám saman að taka í sig raka og
skipta ætti um þau með reglulegu millibili.
Taktu myndavélina úr geymslu að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að koma
í veg fyrir myglu.
Kveiktu á myndavélinni og smelltu nokkrum sinnum af áður
en hún er sett í geymslu.
Geymdu rafhlöðuna á svölum og þurrum stað.
Setjið hlífina yfir tengjunum á
áður en rafhlaðan er sett í geymslu.