Notendahandbók

403
n
Slökkva skal á vörunni áður en aflgjafi er fjarlægður eða tekinn úr sambandi: Ekki taka
vöruna úr sambandi eða fjarlægja rafhlöðuna þegar tækið er í gangi eða á
meðan verið er að taka eða eyða myndum.
Ef rafmagnið er tekið skyndilega af
við þessar kringumstæður getur það þýtt að gögn glatast eða að minni eða
rafrásir vörunnar skemmist.
Forðast skal að færa vöruna á meðan
straumbreytirinn er í sambandi til að koma í veg fyrir að straumur rofni óvart.
Varðandi skjáinn: Skjárinn er hannaður með mikilli nákvæmni; með minnst
99,99% virka pixla, og ekki meira en 0,01% vantar eða eru gallaðir. Þess vegna
kann hann að hafa nokkra pixla sem eru alltaf upplýstir (hvítir, rauðir, bláir eða
grænir) eða sem kviknar ekki á (svartir). Þetta þýðir ekki að skjárinn sé bilaður
og hefur engin áhrif á myndir sem eru teknar með tækinu.
Erfitt getur reynst að sjá myndir á skjánum í mikilli birtu.
Ekki beita þrýstingi á skjáinn, því það getur valdið skemmdum eða bilun.
Ryk
og ló á skjánum ætti að fjarlægja varlega með blásara.
Blettir eru þrifnir af með
léttum strokum með þurrum, mjúkum klút eða vaskaskinni.
Ef skjárinn brotnar
skal gæta þess að forðast meiðsli af völdum glerbrota og koma í veg fyrir að
vökvakristall úr skjánum komist í snertingu við húð eða komist í augu og munn.
Setjið skjáhlífina á þegar myndavélin er flutt eða skilin eftir eftirlitslaus.
Rafhlöður: Rafhlöður geta lekið eða sprungið séu þær ekki rétt meðhöndlaðar.
Fylgja skal eftirfarandi varúðarráðstöfunum þegar rafhlöður eru
meðhöndlaðar:
Eingöngu skulu notaðar rafhlöður sem samþykktar hafa verið til notkunar
með þessu tæki.
Ekki láta rafhlöðuna komast í snertingu við eld eða mikinn hita.
Haltu tengingum rafhlöðunnar hreinum.
Slökkva verður á búnaðinum áður en skipt er um rafhlöðu.
Fjarlægðu rafhlöðuna úr myndavélinni eða hleðslutækið þegar það er ekki í
notkun og skiptu um hlíf á tengjunum.
Þessi tæki draga nokkra mínútna
hleðslu jafnvel þegar slökkt er á þeim og gætu tekið það mikið af rafhlöðunni
að hún virki ekki lengur.
Ef rafhlaðan er ekki notuð í nokkurn tíma, settu hana
þá í myndavélina og tæmdu alveg áður en hún er tekin úr og geymd. Geyma
ætti rafhlöðuna á köldum stað við umhverfishita 15 til 25 °C; (forðist heita eða
mjög kalda geymslustaði).
Endurtaktu þessa aðferða minnst einu sinni á sex
mánaða fresti.