Notendahandbók
19
s
Fyrstu skrefin
Hlaða rafhlöðuna
Myndavélin gengur fyrir EN-EL15 Li-ion hleðslurafhlöðu (fylgir). Til að
hámarka tökutíma, skaltu hlaða rafhlöðuna í meðfylgjandi MH-25
hraðhleðslutæki fyrir notkun. Það tekur u.þ.b. 2 klukkustundir og 35
mínútur að fullhlaða rafhlöðuna þegar engin hleðsla er eftir.
1 Tengdu rafmagnssnúruna.
Tengdu rafmagnssnúruna.
Straumbreytistengið ætti að vera í
stöðunni sem sýnd er hér til hægri; ekki
snúa.
2 Fjarlægðu hlífina á tengjunum.
Taktu hlífina á tengjunum af rafhlöðunni.
3 Settu rafhlöðuna í.
Settu rafhlöðuna í rafhlöðuhólfið eins og
sýnt er á myndinni á hleðslutækinu.