Notendahandbók
412
n
Úrræðaleit
Ef myndavélin vinnur ekki rétt skal fara yfir lista yfir algeng vandamál
hér að neðan áður en haft er samband við söluaðila eða viðurkenndan
þjónustufulltrúa Nikon.
❚❚ Skjátákn
Leitarinn er ekki í fókus: Stilltu leitarafókus eða notaðu aukalinsu með
sjónleiðréttingu (0 35, 388).
Leitari er myrkur: Settu fullhlaðna rafhlöðu í (0 19, 37).
Skjár slekkur á sér án viðvörunar: Veldu lengri bið í sérstillingu c2 (Auto meter-off
delay (Tími sem líður þar til slökkt er sjálfkrafa á ljósmælum)) eða c4
(Monitor off delay (Tíminn sem líður þangað til skjárinn slekkur á sér))
(0 291, 292).
Skjáir á stjórnborðinu eða leitara svara ekki og eru dimmir: Hitastig hefur áhrif á
viðbragðstíma og birtuna á skjáum.
A Ef myndavélin hættir að bregðast við
Í mjög sjaldgæfum tilvikum, getur verið að skjárinn bregðist ekki við eins og
búist var við og myndavélin hætti að virka.
Í flestum tilvikum veldur sterkt
utanaðkomandi stöðurafmagn þessu.
Slökktu á myndavélinni, fjarlægðu
rafhlöðuna og settu hana aftur í, gættu þess að brenna þig ekki, kveiktu aftur
á myndavélinni eða, ef þú ert að nota straumbreyti (fáanlegur sér), taktu
hann þá úr sambandi og settu aftur í samband og kveiktu aftur á
myndavélinni. Ef vandamálið heldur áfram skaltu hafa samband við söluaðila
eða viðurkenndan þjónustuaðila Nikon.