Notendahandbók

416
n
❚❚ Ýmislegt
Ekki hægt að breyta prentröð:
Minniskort er fullt: eyddu myndum (0 38, 234).
Minniskortið er læst (0 34).
Ekki hægt að velja mynd til prentunar: Ekki hægt að prenta NEF (RAW) og TIFF myndir
með beinu USB-tengi.
Búa til DPOF prentþjónustu (aðeins TIFF myndir), búa til
JPEG afrit með því að nota NEF (RAW) processing (NEF (RAW) vinnsla)
(0 353) eða færa yfir á tölvuna og prenta með því að nota ViewNX 2 (fylgir
með) eða Capture NX 2 (fáanlegt sér 0 390).
Mynd er ekki birt í háskerpu myndbandstæki: Staðfestu að HDMI-snúran (fáanleg sér)
sé tengd (0 256).
Photos are not displayed in Capture NX 2 (Myndir eru ekki sýndar í Capture NX 2): Uppfærðu
nýjustu útgáfuna (0 390).
Samanburðarmynd fyrir rykhreinsun í Capture NX 2 hefur ekki þau áhrif sem óskað er eftir:
Hreinsun myndflaga breytir stöðu ryksins á lágtíðnihliðinni. Viðmiðunargögn
rykhreinsunar sem vistuð eru áður en myndflaga er hreinsuð, er ekki hægt að
nota með ljósmyndum sem teknar eru eftir hreinsun myndflögu. Það er ekki
hægt að nota rykhreinsunarviðmiðunargögn sem eru vistuð eftir hreinsun á
myndflögu er gerð með ljósmyndum sem eru teknar áður en hreinsun á
myndflögum er gerð (0 327).
Tölvan sýnir NEF (RAW) myndir öðruvísi en myndavélin: Hugbúnaður þriðja aðila sýnir
ekki áhrif af Picture Control eða virk D-Lighting eða ljósskerðingarstýringu.
Notaðu ViewNX 2 (fylgir) eða valfrjálsan Nikon hugbúnað eins og Capture NX 2
(fáanlegt sér).
Get ekki flutt myndir yfir í tölvuna: OS er ekki samhæft myndavélinni eða
flutningshugbúnaðinum.
Notaðu kortalesarann til að afrita myndir yfir í
tölvuna (0 242).
Dagsetning myndatöku er röng: Stilltu klukku í myndavél (0 27).
Ekki er hægt að velja valmyndaratriði: Sumir valkostir eru ekki tiltækir í ákveðnum
samsetningum stillinga eða þegar ekkert minniskort er í myndavélinni.
Athugaðu að Battery info (Upplýsingar um rafhlöðu) valkosturinn er ekki í
boði þegar myndavélin er knúin af auka EP-5B rafmagnstengi og EH-5b
straumbreyti (0 332).