Notendahandbók
439
n
Endingartími rafhlöðu
Hversu margar myndir hægt er að taka með fullhlöðnum rafhlöðum er
breytilegt eftir ástandi rafhlöðunnar, hita og því hvernig myndavélin er
notuð. Í tilfelli AA-rafhlaðna fer endingargetan líka eftir
framleiðsluaðila og geymsluskilyrða, sumar rafhlöður er ekki hægt að
nota. Töludæmi um myndavélina og MB-D12 fjölvirkan rafhlöðubúnað
sést fyrir neðan.
• CIPA staðall
1
Ein EN-EL15 rafhlaða (myndavél): U.þ.b. 900 myndir
Ein EN-EL15 rafhlaða (MB-D12): U.þ.b. 900 myndir
Ein EN-EL18 rafhlaða (MB-D12): U.þ.b. 1.400 tökur
Átta AA alkalin rafhlöður (MB-D12): U.þ.b. 1.000 tökur
•Nikon staðall
2
Ein EN-EL15 rafhlaða (myndavél): U.þ.b. 2.400 myndir
Ein EN-EL15 rafhlaða (MB-D12): U.þ.b. 2.400 myndir
Ein EN-EL18 rafhlaða (MB-D12): U.þ.b. 3.800 tökur
Átta AA alkalin rafhlöður (MB-D12): U.þ.b. 2.400 tökur
1 Mælt við 23 °C (±2 °C) með AF-S NIKKOR 24-120mm f/4G ED VR linsu undir
eftirfarandi prófunarskilyrði: Linsan stillt frá endalausu til lágmarksdrægni og
ein mynd tekin á sjálfgefnum stillingum einu sinni á 30 sek. fresti; flass notað
einu sinni í annarri hverri töku. Myndataka með skjá ekki notuð.
2 Mælt við 20 °C með AF-S NIKKOR 70-200mm f/2.8G ED VR II linsu undir
eftirfarandi prófunarskilyrði: slökkt á titringsjöfnuði, myndgæði stillt á JPEG-
eðlilega, myndstærð stillt á L (stóra), lokarahraði 1/250 sek., afsmellara ýtt
hálfa leið niður í þrjár sekúndur og fókus stilltur frá endamörkum til
lágmarksdrægni þrisvar sinnum; sex myndir eru svo teknar í röð og kveikt á
skjá í fimm sekúndur og svo slökkt á honum, hringurinn endurtekinn þegar
slokknar á lýsingarmælunum.