Notendahandbók
23
s
D Rafhlaðan og hleðslutækið
Lestu og fylgdu viðvörunum og varúðarráðstöfunum á blaðsíðum xiii–xv og
401–404 í þessari handbók.
Ekki má nota rafhlöðuna við umhverfishita undir
0 °C eða yfir 40 °C; sé þessum varúðarráðstöfunum ekki fylgt getur það
skemmt rafhlöðuna eða dregið úr afköstum hennar.
Dregið getur úr
afköstum og hleðslutíminn aukist þegar rafhlöðuhitastigið er frá 0 °C til
15 °C og frá 45 °C til 60 °C.
Ef lampinn CHARGE flöktir (þ.e. blikkar um átta sinnum á sekúndu) meðan á
hleðslu stendur, athugaðu að hitastigið sé á réttu bili og taktu síðan
hleðslutækið úr sambandi, taktu rafhlöðuna út og settu hana í aftur. Ef
vandamálið hverfur ekki, hættu strax notkun og taktu rafhlöðuna og
hleðslutækið til seljanda eða viðurkennds þjónustufulltrúa Nikon.
Ekki valda skammhlaupi í tengjum hleðslutækisins; ef ekki er farið eftir
þessum varúðarráðstöfunum getur það valdið ofhitnun og skemmdum á
hleðslutækinu.
Ekki fjarlægja hleðslutækið eða snerta rafhlöðuna meðan á
hleðslu stendur.
Ef þess er ekki gætt getur það í sjaldgæfum tilvikum leitt til
þess að hleðslutækið sýni að hleðslu sé lokið þegar rafhlaðan er aðeins
hlaðin að hluta.
Taktu rafhlöðuna úr og settu hana aftur í til að byrja hleðslu
aftur.
Dregið getur úr afköstum tímabundið ef rafhlaðan er hlaðin við lágt
hitastig eða notuð við hitastig undir hitastiginu sem hún var hlaðin við.
Ef
rafhlaðan er hlaðin við hitastig undir 5 °C, gæti vísirinn fyrir endingu
rafhlöðu á Battery info (upplýsingar um rafhlöðu) (0 332) skjánum sýnt
tímabundna rýrnun.
Rafhlaðan getur verið heit rétt eftir notkun.
Bíddu og leyfðu rafhlöðunni að
kólna áður en þú endurhleður hana.
Meðfylgjandi rafmagnssnúru og straumbreytisinnstungu á aðeins að nota
með MH-25. Eingöngu má nota hleðslutækið með samhæfum rafhlöðum.
Taktu úr sambandi þegar ekki er verið að nota það.
Ef tíminn sem fullhlaðin rafhlaða heldur hleðslu við stofuhita styttist
greinilega er það merki um að skipta þurfi um rafhlöðu.
Kauptu nýja
EN-EL15 rafhlöðu.