Notendahandbók
34
s
D Minniskort
• Minniskort geta verið heit eftir notkun.
Gættu varúðar þegar þú tekur
minniskort úr myndavélinni.
• Slökktu á myndavélinni áður en minniskort eru sett í eða tekin úr.
Ekki
taka minniskort úr myndavélinni, slökkva á myndavélinni, né fjarlægja eða
taka aflgjafa úr sambandi á meðan verið er að forsníða, eða á meðan verið
er að vista, eyða eða afrita gögn.
Sé þessum varúðarráðstöfunum ekki
fylgt getur það valdið gagnatapi eða skemmdum á myndavélinni eða
minniskortinu.
• Ekki snerta kortatengin með fingrum eða málmhlutum.
• Ekki beygla, missa eða láta kortið verða fyrir miklu hnjaski.
• Ekki beita kortahylkið of miklu afli.
Ef ekki er farið eftir þessum
varúðarráðstöfunum getur það valdið skemmdum á kortinu.
• Ekki láta það komast í snertingu við vatn, mikinn raka eða beint sólarljós.
• Ekki forsníða minniskort í tölvu.
A Rofinn til þess að skrifverja
SD-minniskort eru útbúin rofa til þess að
skrifverja til að fyrirbyggja að gögn eyðist
fyrir slysni. Þegar þessi rofi er í „læstri“
stöðu er ekki hægt að vista myndir eða
eyða þeim og ekki er hægt að forsníða
minniskortið (aðvörun mun birtast á
skjánum ef þú reynir að sleppa lokaranum). Til að aflæsa minniskortinu,
renndu rofanum í stöðuna „skrifa“.
A Ekkert minniskort
Ef ekkert minniskort er sett í, mun stjórnborðið
og leitarinn sýna S.
Ef slökkt er á
myndavélinni með hlaðna EN-EL15 rafhlöðu og
ekkert minniskort í, mun S birtast á
stjórnborðinu.
A Sjá einnig
Sjá blaðsíðu 326 um upplýsingar um hvernig eigi að forsníða minniskort
með því að nota Format memory card (forsníða minniskort) valkostinn í
uppsetningarvalmyndinni.
Rofi til þess að skrifverja
16
GB










