Notendahandbók
46
x
4 Stilltu fókus.
Ýttu afsmellaranum hálfa leið
niður eða ýttu á B hnappinn til
að stilla fókus.
Fókuspunkturinn mun blikka grænu á
meðan myndavélin stillir fókusinn.
Ef
myndavélin getur stillt fókus mun
fókuspunkturinn vera sýndur í grænu; ef
myndavélin getur ekki stillt fókus mun
fókuspunkturinn blikka rauður (athugaðu
að hægt er að taka myndir þó svo að
fókuspunkturinn blikki rauður; athugaðu
fókus á skjánum fyrir töku).
Hægt er að læsa lýsingu með því að
ýta á A AE-L/AF-L-hnappinn (0 128); fókusinn læsist meðan
afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður.
A Forskoðun lýsingar
Hægt er að ýta á J til að forskoða áhrif
lokarahraða, ljósops og ISO-ljósnæmis á
lýsingu, meðan á myndatöku ljósmynda
með skjá stendur.
Hægt er að stilla lýsingu
með ±5 EV (0 130), þó að eingöngu gildin
milli –3 og +3 EV séu sýnd á
forskoðunarskjánum.
Athugaðu að það
getur verið að forskoðun sýni ekki lokaútkomuna í raun þegar
flasslýsingin er notuð, virk D-Lighting (0 174), High Dynamic Range
(HDR; 0 176), eða frávikslýsing er virk, A (sjálfvirkt) er valið fyrir
Picture Control Contrast (birtuskil) mælistærð (0 166), eða p
er valið fyrir lokarahraða. Ef myndefnið er mjög bjart eða mjög
dökkt, munu lýsingarvísarnir blikka til að aðvara um að forskoðun
muni ekki sýna rétta lýsingu. Forskoðun lýsingar er ekki í boði þegar
A er valið fyrir lokarahraða.
B hnappur
A AE-L/AF-L-hnappur