Notendahandbók

47
x
5 Taktu myndina.
Ýttu afsmellaranum alla leið niður til að taka
mynd.
Skjárinn mun slökkva á sér.
6 Hættu í myndatöku með skjá.
Ýttu á a hnappinn til að fara úr stillingu
fyrir myndatöku með skjá.
D Sjálfvirkur fókus notaður í myndatöku með skjá
Notaðu AF-S linsu.
Ekki er víst að útkoman sem óskað er eftir náist með
öðrum linsum eða margföldurum.
Athugaðu að í myndatöku með skjá
er sjálfvirkur fókus hægari og skjárinn getur verið bjartari eða dekkri á
meðan myndavélin stillir fókus.
Fókuspunkturinn birtist stundum
grænn þegar myndavélin nær ekki að stilla fókus.
Það má vera að
myndavélin nái ekki að stilla fókus við eftirfarandi aðstæður:
Myndefnið felur í sér línur sem eru samsíða löngu hliðum rammans
Engin birtuskil eru í myndefni
Myndefnið í fókuspunktinum felur í sér svæði með skörpum
birtuskilum, eða er lýst með kastljósi eða neonskilti eða öðru ljósi sem
breytir um birtuskil
Flökt eða rákir birtast undir flúorljósi, kvikasilfursperu, natríumlampa
eða svipaðri lýsingu
Notuð er kross(stjörnu)sía eða önnur sérstök sía
Myndefnið virðist minna en fókuspunkturinn
Reglulegt rúmfræðilegt munstur (t.d. í gluggatjöldum eða gluggaröð
í skýjakljúfi) er ráðandi í myndefninu
Myndefnið er á hreyfingu