Notendahandbók
47
x
5 Taktu myndina.
Ýttu afsmellaranum alla leið niður til að taka
mynd.
Skjárinn mun slökkva á sér.
6 Hættu í myndatöku með skjá.
Ýttu á a hnappinn til að fara úr stillingu
fyrir myndatöku með skjá.
D Sjálfvirkur fókus notaður í myndatöku með skjá
Notaðu AF-S linsu.
Ekki er víst að útkoman sem óskað er eftir náist með
öðrum linsum eða margföldurum.
Athugaðu að í myndatöku með skjá
er sjálfvirkur fókus hægari og skjárinn getur verið bjartari eða dekkri á
meðan myndavélin stillir fókus.
Fókuspunkturinn birtist stundum
grænn þegar myndavélin nær ekki að stilla fókus.
Það má vera að
myndavélin nái ekki að stilla fókus við eftirfarandi aðstæður:
• Myndefnið felur í sér línur sem eru samsíða löngu hliðum rammans
• Engin birtuskil eru í myndefni
• Myndefnið í fókuspunktinum felur í sér svæði með skörpum
birtuskilum, eða er lýst með kastljósi eða neonskilti eða öðru ljósi sem
breytir um birtuskil
• Flökt eða rákir birtast undir flúorljósi, kvikasilfursperu, natríumlampa
eða svipaðri lýsingu
• Notuð er kross(stjörnu)sía eða önnur sérstök sía
• Myndefnið virðist minna en fókuspunkturinn
• Reglulegt rúmfræðilegt munstur (t.d. í gluggatjöldum eða gluggaröð
í skýjakljúfi) er ráðandi í myndefninu
• Myndefnið er á hreyfingu