Notendahandbók

49
x
❚❚ Val á AF-svæðisstillingu
Hægt er að velja eftirfarandi AF-svæðisstillingar í myndatöku með
skjá:
Snið Lýsing
!
AF-andlitsstilling: Notast fyrir andlitsmyndir. Myndavélin greinir sjálfkrafa
og stillir fókus á andlitsmyndir; valið myndefni er greint með
tvöföldum gulum ramma (ef fleiri andlit, allt að 35 hámark, eru greind,
mun myndavélin stilla fókus á myndefnið sem er næst; til að velja
annað myndefni er fjölvirki valtakkinn notaður). Ef myndavélin getur
ekki lengur greint myndefnið (vegna þess, til dæmis, að myndefnið
hefur snúið andlitinu frá myndavélinni), mun ramminn ekki lengur
sýndur.
5
Vítt AF-svæði: Notist fyrir fríhendis landslagstökur, auk annars myndefnis
sem ekki er andlitsmynd.
Notaðu fjölvirka valtakkann til að færa
fókuspunktinn hvar sem er í rammanum, eða ýttu á miðju fjölvirka
valtakkans til að staðsetja fókuspunktinn í miðju rammans.
6
Eðlilegt AF-svæði: Notað fyrir hárnákvæman fókus fyrir valinn punkt í
rammanum.
Notaðu fjölvirka valtakkann til að færa fókuspunktinn
hvert sem er í rammanum, eða ýttu á miðju fjölvirka valtakkans til að
staðsetja fókuspunktinn í miðju rammans. Mælt er með þrífæti.
&
Eltifókus á myndefni: Staðsettu fókuspunktinn yfir myndefninu þínu og
ýttu á miðju fjölvirka valtakkans. Fókuspunkturinn mun fylgja valda
myndefninu þegar það hreyfist í rammanum. Ýttu aftur á miðju
fjölvirka valtakkans til að ljúka eltifókus.