Notendahandbók

55
x
Handvirkur fókus
Til að stilla fókus í handvirkri fókusstillingu
(0 101) er fókushring linsunnar snúið þar til
myndefnið er í fókus.
Til að stækka skoðunina á skjánum allt að 23 ×
fyrir hárfínan fókus, skaltu ýta á X hnappinn.
Þegar notast er við aðdrátt í gegnum linsuna,
birtist flettigluggi í gráum ramma neðst til
hægri í skjámyndinni.
Notaðu fjölvirka
valtakkann til að renna yfir þau svæði rammans
sem ekki sjást á skjánum (eingöngu fáanlegt ef
vítt svæði AF eða venjulegt svæði AF er valið
fyrir AF-svæðissnið) eða ýttu á W til að minnka
aðdrátt.
A Linsur án CPU
Þegar linsur án CPU eru notaðar, tryggðu að skrá brennivídd og hámarks
ljósop með því að nota Non-CPU lens data (upplýsingar um linsu án CPU)
valkostinn í uppsetningarvalmyndinni (0 212). Aðeins er hægt að nota
linsur án CPU í lýsingarstillingunum g og h (0 117); hægt er að stilla ljósop
með því að nota ljósopshring linsunnar.
A Lýsing
Lýsing getur verið frábrugðin því sem mun fást þegar myndataka með
skjá er ekki notuð en það fer eftir umhverfi.
Ljósmæling í myndatöku
með skjá er stillt til að passa myndatöku með skjá, sem gefur ljósmyndir
með lýsingu nálægt því sem sést á skjánum.
X hnappur
Skoðunargluggi