Notendahandbók
57
x
D Niðurtalningarskjárinn
Niðurtalning mun birtast 30 sek. áður en myndatöku með skjá lýkur
sjálfkrafa (0 51; tímastillirinn verður rauður ef myndatöku með skjá er að
ljúka til að verja innri rafrás eða, ef annar valkostur en No limit (engin
takmörk) er valinn fyrir sérstillingu c4—Monitor off delay (tími sem líður
þangað til skjárinn slekkur á sér); 0 292—, 5 sek. áður en skjárinn á að
slökkva sjálfkrafa á sér).
Takarinn getur birst strax þegar myndataka með
skjá er valin, en það fer eftir aðstæðum í myndatöku.
Athugaðu að
myndatöku með skjá mun samt ljúka sjálfkrafa þegar tímanum lýkur þó svo
að niðurtalningin birtist ekki meðan á myndskoðun stendur.
A HDMI
Ef myndavélin er tengd við HDMI
myndbúnað meðan á myndatöku
ljósmynda með skjá stendur, mun vera
kveikt á skjá myndavélarinnar og
myndbúnaðurinn mun birta það sem ber
fyrir linsuna eins og sýnt er hér til hægri.
Ýttu á R hnappinn til að kveikja og slökkva
á stuðlaritsskjánum meðan á forskoðun
lýsingar stendur (0 46).
A Sjá einnig
Upplýsingar um val á hlutverki miðju fjölvirka valtakkans er hægt að sjá á
sérstillingunni f2 (Multi selector center button (miðjuhnappur fjölvirka
valtakkans), 0 309).