Notendahandbók

61
y
6 Byrjaðu að taka upp.
Ýttu á upptökuhnappinn til að byrja
upptöku.
Upptökuvísir og tími sem eftir er
birtist á skjánum.
Lýsing er stillt með því
að nota fylkisljósmælingu og er hægt að
læsa með því að ýta á A AE-L/AF-L hnappinn
(0 128) eða breyta um allt að ±3 EV með
því að nota leiðréttingu á lýsingu (0 130).
Í sjálfvirkri fókusstillingu getur myndavélin
endurstillt fókusinn með því að ýta á B
hnappinn.
A Hljóð
Myndavélin getur tekið upp bæði myndskeið og hljóð; ekki hylja
hljóðnemann framan á myndavélinni meðan á upptöku hreyfimynda
stendur. Athugaðu að innbyggði hljóðneminn getur tekið upp hljóð
sem kemur frá linsunni meðan á sjálfvirkum fókus stendur,
titringsjöfnun eða breytingu á ljósopi.
A Sjá einnig
Valkostir fyrir rammastærð, næmi hljóðnemans og kortarauf eru í boði
í Movie settings (hreyfimyndastillingum) valmyndinni (0 70).
Hægt er að stilla fókusinn handvirkt eins og lýst er á blaðsíðu 55.
Hlutverk miðju fjölvirka valtakkans Fn, forskoðunar fyrir dýptarskerpu,
og A AE-L/AF-L hnappanna er hægt að velja með því að nota
sérstillingar f2 (Multi selector center button (miðjuhnappur
fjölvirka valtakkans); 0 309), g1 (Assign Fn button (tengja Fn-
hnapp); 0 321), g2 (Assign preview button (tengja
forskoðunarhnapp); 0 322), og g3 (Assign AE-L/AF-L button
(tengja AE-L/AF-L-hnapp), 0 323; þessi valkostur leyfir einnig
lýsingunni að læsast án þess að halda A AE-L/AF-L hnappinum niðri),
hver um sig.
Sérstilling g4 (Assign shutter button (tengja
lokarahnapp); 0 324) stýrir hvort hægt sé að nota afsmellarann til að
byrja myndatöku hreyfimynda með skjá eða byrja og stöðva upptöku
hreyfimynda.
Upptökuhnappur
Upptökuvísir
Tími sem eftir er