Notendahandbók

62
y
7 Stöðva upptöku.
Ýttu aftur á upptökuhnappinn til að ljúka
upptöku.
Upptaka mun stöðvast sjálfkrafa
þegar hámarkslengd er náð, eða þegar
minniskortið er orðið fullt.
A Hámarkslengd
Hámarks stærð fyrir einstaka kvikmyndaskrár er 4 GB (fyrir hámarks
upptökutíma, sjá blaðsíðu 70); athugaðu að það fer eftir skriftarhraða
minniskortsins að töku getur lokið áður en þessari lengd er náð
(0 434).
A Taka ljósmynda
Ýttu afsmellaranum alla leið niður til að taka ljósmyndir meðan upptaka
er í gangi.
Upptaka hreyfimynda stöðvast (upptaka sem tekin er upp
þessum punkti verður vistuð) og myndavélin getur aftur farið í
myndatöku með skjá.
Ljósmyndin verður tekin upp á núverandi
myndsvæðisstillingu með því að nota skurð með myndhlutfall 16 : 9.
Athugaðu að ekki er hægt að forskoða lýsingu ljósmynda meðan á
myndatöku hreyfimynda með skjá stendur; mælt er með e, f, eða g
stillingu, en hægt er að ná nákvæmari útkomu í stillingu h með því að
stilla lýsingu meðan á myndatöku ljósmynda með skjá stendur (0 45)
og snúa síðan rofa fyrir myndatöku með skjá að 1 og athuga
myndsvæðið.
Leiðréttingu á lýsingu fyrir ljósmyndir er hægt að stilla á
gildi milli –5 og +5 EV, en aðeins gildi milli –3 og +3 er hægt að
forskoða á skjánum (0 130).
D Niðurtalningarskjár
Niðurtalning mun birtast í 30 sek. áður en upptöku hreyfimynda lýkur
sjálfkrafa (0 51).
Tímastillingin getur komið strax í ljós þegar upptaka
hreyfimynda byrjar, en það fer eftir aðstæðum í myndatöku.
Athugaðu
að myndatöku með skjá mun samt ljúka sjálfkrafa þegar tímanum lýkur,
án tillits til lengdar upptökutíma sem er í boði.
Bíddu þangað til innri
rafrásin kólnar áður en þú heldur upptöku hreyfimynda áfram.