Notendahandbók

65
y
❚❚ Stilla stillingar á skjánum fyrir myndatöku með skjá
Hægt er að stilla næmi hljóðnema, hljóðstyrk heyrnartólsins og
birtustig skjásins eins og lýst er hér að neðan. Athugaðu að ekki er
hægt að stilla næmi hljóðnemans og hljóðstyrk heyrnartólsins meðan
á upptöku stendur, og að birtustig hefur aðeins áhrif á skjáinn (0 53);
en það hefur ekki áhrif á hreyfimyndir sem eru teknar upp með
myndavélinni.
1 Veldu stillingu.
Ýttu á og haltu W niðri og ýttu á 4 eða
2 til að velja vísinn fyrir stillinguna sem
óskað er eftir.
2 Stilltu valda stillingu.
Haltu áfram að ýta á W hnappinn, ýttu
á 1 eða 3 til að stilla valda stillingu.
A Notkun ytri hljóðnema
Hægt er að nota auka ME-1 víðóma hljóðnema til að taka upp hljóð í víðómi
eða til að forðast að taka upp suð linsunnar vegna sjálfvirka fókussins.
A Heyrnartól
Hægt er að nota heyrnartól frá þriðja söluaðila.
Athugaðu að há hljóðstilling
getur valdið að hljóðstyrkurinn sé hár; gætið sérstaklega að þegar
heyrnartól eru notuð.
W hnappur