Notendahandbók
69
y
A Fjarstýringar með snúrum
Ef Record movie (upptaka hreyfimynda) er valin fyrir sérstillingu g4
(Assign shutter button (tengja lokarahnapp), 0 324) er hægt að nota
afsmellara á auka fjarstýringum með snúrum (0 389) til að hefja myndatöku
hreyfimynda með skjá og til að hefja og stöðva upptöku hreyfimynda.
D Taka upp hreyfimyndir
Flökt, rákir og bjögun geta sést á skjánum og í endanlegu hreyfimyndinni
undir flúrljósi, gasperu, eða natrínlömpum eða ef myndavélinni er snúið
lárétt eða ef hlutur hreyfist mjög hratt í gegnum rammann (hægt er að
minnka flökt og rákir með því að nota Flicker reduction (flöktjöfnun)
0 329).
Bjartur ljósgjafi getur skilið eftir eftirmyndir þegar myndavélinni er
snúið.
Tættar brúnir, falskir litir, moiré-mynstur og bjartir punktar geta líka
birst.
Bjart strik getur birst efst eða neðst í rammanum ef myndefnið er lýst
stutt af leifturljósi eða öðrum björtum, skammvinnum ljósgjafa.
Þegar
hreyfimyndir eru teknar upp, skaltu forðast að beina myndavélinni að
sólinni eða öðrum sterkum ljósgjöfum.
Sé þessum varúðarráðstöfunum ekki
fylgt getur það valdið skemmdum á innri rafrásum myndavélarinnar.
Ekki er hægt að nota flassljós meðan á myndatöku hreyfimynda með skjá
stendur.
Upptaka hættir sjálfkrafa ef linsan er fjarlægð.
Myndatöku með skjá lýkur sjálfkrafa til að koma í veg fyrir skemmdir á innri
rás myndavélarinnar; farðu úr myndatöku með skjá þegar myndavélin er
ekki notuð.
Athugaðu að hitastig innri rafrása myndavélarinnar getur
hækkað og suð (bjartir blettir, handahófskenndir bjartir dílar eða þoka)
getur birst á skjánum við eftirfarandi aðstæður (myndavélin getur einnig
orðið áberandi heit, en þetta þarf ekki að gefa til kynna bilun):
• Umhverfishitinn er hár
• Myndavélin hefur verið notuð í lengri tíma í myndatöku með skjá eða við
upptöku hreyfimynda
• Myndavélin hefur verið notuð í langan tíma í stöðugri afsmellistillingu
Ef myndataka með skjá byrjar ekki þegar þú ýtir á a hnappinn, bíddu þar til
innri rafrás kólnar og reyndu þá aftur.