Notendahandbók

E–8
E
Aðgerðir
Notkun á óbeinu flassi
t Að stilla ljósopið þegar notað er óbeint ass
Þegar notað er óbeint flass þá tapast ljós í samanburði við venjulega
flassljósmyndun (þegar flasshausinn vísar fram). Þess vegna þarf að nota ljósop
sem er tveimur eða þremur skrefum stærra (lægri f-tala). Stillið í samræmi við
útkomu.
Ef flasshausinn er stilltur öðruvísi en beint fram þá sýnir LCD skjárinn á SB-910 i
virkt fjarlægðarsvið flassstyrksins. Til að rétt lýsing fáist þá athugið fyrst hvert virkt
fjarlægðarsvið flassstyrksins nær til með flasshausinn vísandi beint fram. Stillið
síðan þetta ljósop á myndavélinni.
t Að nota innbyggt endurkastsspjald
Þegar ljósmyndað er með óbeinu flassi þá notið innbyggt endurkastsspjald á
SB-910 til að ná fram meira lifandi augnsvip á myndefninu með því að endurkasta
ljósi á augun.
Hallið flasshausnum upp um 90°. Sjá „Að stilla flasshausinn.“ ( 0E-4)
Að stilla innbyggt endurkastsspjald
Dragið út endurkastsspjaldið og innbyggða
drei skífu og meðan endurkastsspjaldinu er
haldið þá rennið innbyggðu drei skífunni
aftur á sinn stað inni í asshausnum.
Til að koma endurkastsspjaldinu fyrir er
innbyggða dreifiskífan dregin út aftur og
þeim báðum rennt saman á sinn stað.