User manual
Þegar búið er að setja plöturnar í ofnhurðina
þá festið þær í öfugri röð í samræmi við lið
8 í leiðbeiningunum.
Mikilvægt! Þrífið aldrei ofnhurðina
meðan hún er heit því þá gætu
glerplöturnar sprungið. Ef rispur eða
sprungur sjást á glerplötunni þá hafið
samband við næsta þjónustuaðila til að
láta skipta um gler.
Gerðir úr ryðfríu stáli eða áli:
Hreinsið ofnhurðina og stjórnborðin á ofnum
úr ryðfríu stáli eða áli með rökum svampi og
þurrkið síðan varlega með mjúkum klút. Notið
aldrei málmpúða, stálull, sýrur eða ræstiefni
við þrifin vegna þess að þau geta rispað yfir-
borðið.
Þrif á þéttiköntum ofnhurðarinnar
Umhverfis opið á ofninum er þéttikantur.
Mikilvægt! Athugið ástand þéttikantsins
reglulega.
Ef skemmdir á þéttikantinum koma í ljós
þá hafið undir eins samband við næsta
þjónustuaðila. Notið ekki ofninn þar til
búið er að skipta um þéttikant.
Hvað skal gera ef...
Ef ofninn starfar ekki rétt þá gætið að eftirfar-
andi atriðum áður en haft er samband við
þjónustuaðila Electrolux.
VANDAMÁL ÚRBÆTUR
• Ofninn er ekki í sambandi. • Athugið hvort búið er að velja eldunarkerfi og
hitastig,
eða
• Gangið úr skugga um að ofninn sé rétt tengdur
og rofinn á innstungunni eða straumgjafa sé á
ON.
• Það kviknar ekki á gaumljósinu fyrir hitastilli ofn-
sins.
• Notið hitastillinn til að velja hitastig,
eða
• notið ofnstillinn til að velja kerfi.
• Það kviknar ekki á inniljósinu í ofninum. • notið ofnstillinn til að velja kerfi.
eða
• athugið peruna og skiptið um eftir þörfum (sjá
"Skipt um peruna í ofninum").
• Matseldin tekur of langan tíma eða maturinn
eldast of hratt.
• Stillið hitastigið eftir þörfum,
eða
• vísað til innihalds af þessum notendaleiðbein-
ingunum, sérstaklega í kaflanum "Ábendingar
og yfirlit um eldun".
• Gufa og raki sest á matinn og inn í ofnrýmið. • Látið matinn ekki standa inni í ofninum lengur en
í 15 - 20 mínútur eftir að eldun er lokið.
Tæknilegar upplýsingar
Gildi fyrir hitaelement
Yfirhiti 800 W
Undirhiti 1000 W
Efra og neðra hitaelement 1800 W
12 progress