User manual
Bökunarplata
Ofngrind
Notkun
Ofnstillir
Slökkt er á ofninum
Heitt loft
Efra og neðra hitaelement
Undirhiti
Rafmagnsgrill
Grill
Afþiðnun
Gaumljós fyrir straum
Gaumljós fyrir straum lýsir þegar stjórntæki
ofnsins eru í notkun.
Hitastillir
Snúið hitastillinum rangsælis til að velja hita-
stig milli 50°C og 250°C.
Hitastillir - hitagaumljós
Þetta gaumljós lýsir þegar hitastillinum er
snúið.
Ljósið lýsir þar til hitanum sem þú hefur valið
er náð. Síðan kviknar og slokknar á því til að
sýna að hitastiginu er haldið stöðugu.
Öryggishitastillir
Til að koma í veg fyrir hættulega ofhitnun
(vegna þess að vélin hefur verið notuð á rang-
an hátt eða vegna bilunar í búnaði) þá er ofn-
inn útbúinn með öryggishitastilli sem rýfur
strauminn. Ofninn kveikir sjálfkrafa á sér þeg-
ar hitastigið lækkar.
Ef öryggishitastillirinn rýfur strauminn vegna
rangrar notkunar á vélinni þá er auðveldlega
hægt að lagfæra það eftir að ofninn hefur
kólnað. Ef hitastillirinn rýfur strauminn vegna
bilunar í búnaði þá hafið samband við not-
endaþjónustuna.
Kaldblástur
Ofninn hefur kaldblástur, sem kælir stjórn-
borðið, snerilrofann og handfangið á ofn-
hurðinni. Kaldblásturinn er fer sjálfkrafa í gang
þegar ofninn er í notkun.
Heitu lofti er blásið í gegnum opið næst við
handfangið á ofnhurðinni.
Kaldblásturinn slekkur á sér þegar ofnkerfis-
rofinn er í " 0 " stöðu.
4 progress