User Manual

41
betur heyrnarvernd gegn skyndilegum hávaða á
vefsíðunni www.3M.com/hearing.
Hitastig við notkun: -20°C (-4°F) til 55°C (131°F)
Hitastig við geymslu: -20°C (-4°F) til 55°C (131°F)
Þyngd heyrnarhlífanna:
H510A = 181 g, H510B = 168 g, H510F = 201 g,
H510P3E = 205 g, H520A = 185 g, H520B = 213 g,
H520F = 199 g, H520P3E = 235 g, H540A = 276 g,
H540B = 263 g, H540P3E = 310 g, H31A = 186 g,
H31P3 = 285 g.
VOTTANIR
3M Svenska AB lýsir því hér með yr að PPE-gerðar
eyrnahlífarnar eru í samræmi við kröfur samkvæmt
reglugerð (ESB) 2016/425 eða tilskipun sambandsins
89/686/EES og aðrar viðeigandi tilskipanir til að
uppfylla kröfur vegna CE-merkingar. Hægt er að fá
upplýsingar um viðeigandi löggjöf með því að sækja
samræmisyrlýsingu (DoC) á www.3M.com/PELTOR/doc.
Samræmisyrlýsingin sýnir einnig ef aðrar gerðarvottanir
gilda um þau. Þegar samræmisyrlýsing er sótt, nndu
vinsamlegast hlutanúmer þitt. Þú nnur hlutanúmer
eyrnahlífanna prentað á skálinni. Hægt er að fá send
afrit af samræmisyrlýsingu og viðbótarupplýsingum
sem krast er í tilskipununum með því að hafa samband
við 3M í því landi sem varan var keypt. Upplýsingar um
tengiliði má nna aftast í þessum notendaleiðbeiningum.
Varan hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við
EN 352-1:2002/EN 352-3:2002. Þessar PPE-vörur
eru endurskoðaðar árlega (séu þær í okki III) og
gerðarvottaðar af Finnish Institute of Occupational
Health, vottunarstofnun nr. 0403, Topeliuksenkatu 41 b,
FI-00250 Helsinki, Finnlandi.
HLJÓÐDEYFING Í RANNSÓKNARSTOFU
Útskýringar á töu yr deygildi:
Rannsóknir benda til þess að hjá mörgum notendum sé
hljóðeinangrun minni en hljóðdeyngartöur á umbúðum
gefa til kynna vegna frávika við að fella hlífarnar að
hverjum notanda fyrir sig og færni hans og hvatningu til
þess. Kynntu þér viðeigandi reglur um leiðbeiningar um
aðlögun gilda á merkimiða og mat á hljóðdeyngu. 3M
mælir auk þess eindregið með því að kanna hvort
heyrnarhlífar passa.
Evrópustaðall EN 352
A:1 Tíðni (Hz)
A:2 Meðal hljóðdeyng (dB)
A:3 Staðalfrávik (dB)
A:4 Ætlað verndargildi, APV (dB)
A:5
H = Mat á heyrnarvernd vegna hátíðnihljóða
(ƒ ≥ 2 000Hz).
M = Mat á heyrnarvernd vegna millitíðnihljóða
(500 Hz < ƒ < 2 000Hz).
L = Mat á heyrnarvernd vegna lágtíðnihljóða
(ƒ ≤ 500 Hz).
SAMRÝMANLEGIR ÖRYGGISHJÁLMAR
ATVINNUMANNA
Einungis ætti að festa þessar eyrnahlífar á og nota með
þeim öryggishjálmum fyrir atvinnumenn sem tilgreindir
eru í töu C. Eyrnahlífar þessar voru prófaðar ásamt
eftirfarandi öryggishjálmum og gætu veitt öðruvísi vernd
með öðrum tegundum hjálma.
Útskýringar á töu um hjálmfestingar fyrir
iðnaðaröryggishjálma:
C:1 Hjálmaframleiðandi
C:2 Hjálmgerð
C:3 Hjálmfesting
C:4 Höfuðstærð: S = lítið, M = miðlungs, L = stórt
ÍHLUTIR
Höfuðspöng (PVC, PA)
Höfuðspangarvír (ryðfrítt stál)
Tveggja punkta festing (POM)
Eyrnapúði (PVC-þynna & PUR-frauð)
Frauðþéttingar (PUR-frauð)
Skál (ABS)
LEIÐBEININGAR UM UPPSETNINGU
Höfuðspöng
B:1 Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða
niður á meðan höfuðspönginni er haldið á sínum stað.
B:2 Höfuðspöngin ætti að liggja yr hvirlinn eins og
myndin sýnir og þyngd heyrnartólanna ætti að hvíla þar.
Hálsspöng
B:3 Settu skálarnar á sinn stað yr eyrunum.
B:4 Haltu skálunum á sínum stað, komdu höfuðbandinu
fyrir efst á höfðinu og smelltu því í rétta stöðu.
B:5 Höfuðbandið ætti að liggja yr hvirlinn eins og
myndin sýnir og þyngd heyrnartólanna ætti að hvíla þar.
Hjálmfesting
B:6 Komdu hjálmfestingunum fyrir í festiraufunum
á hjálminum og smelltu þeim á sinn stað (B:7).
B:8 Vinnustaða: Þrýstu höfuðspangarvírunum inn á við
þar til þú heyrir smell báðum megin. Gættu þess að
skálar og höfuðspangarvírar þrýsti ekki á hjálmbrúnina
í vinnustöðu þar sem það gæti dregið úr hljóðdeyngu
eyrnahlífanna.
B:9 Loftræstistaða: Togaðu eyrnaskálarnar út á við uns
þú heyrir smell til þess að stilla heyrnartólin í
loftræstistöðu. Forðastu að leggja skálarnar að hjálminum
(B:10) því það hindrar loftræstingu.
i