Instruction for Use

3
MIKILVÆGIR VARNAGLAR
Nauðsynlegt er að yfirfara varúðarráðstafanir þegar rafmagnstæki eru notuð.
Athugið þar á meðal eftirfarandi:
1. Lesið allar leiðbeiningar.
2. Til að hindra raflost skal aldrei setja hrærivél í vatn eða aðra vökva.
3. Börn mega ekki nota tækið án eftirlits.
4. Takið hrærivél úr sambandi þegar hún er ekki í notkun, þegar hlutar hennar
eru settir á eða teknir af, og við þrif.
5. Ekki snerta hluta tækisins sem hreyfast. Setjið ekki fingur í tækið.
6. Notið ekki rafmagnstæki þar sem rafmagnssnúra eða tenglar eru í ólagi, eða
tæki bilað eða hefur skemmst á annan hátt. Til að koma í veg fyrir slys skal
skila tækinu til næsta viðurkennda þjónustuaðila til skoðunar, viðgerðar eða
stillingar á raf- eða vélbúnaði.
7. Notkun fylgihluta sem KitchenAid mælir ekki með getur leitt til eldsvoða,
raflosts eða slyss.
8. Notið ekki utandyra.
9. Látið rafmagnssnúru ekki hanga út af borðbrún, eða koma við heitt yfirborð.
10. Gætið þess að rafmagnssnúran snerti ekki heitt yfirborð, t.d. hellur á eldavél.
11. Tækið er einungis ætlað til heimilisnota.
GEYMIÐ LEIÐBEININGARNAR
Íslenska